Gallerý Fiskur er fjölskyldufyrirtæki og er rekið er af feðgunum Ásmundi Karlssyni og Kristófer Ásmundssyni ásamt fjölskyldum þeirra.

Ævintýrið hófst með því að í janúar 1994 keypti Ásmundur Fiskbúðina Nethyl en stuttu seinna kom Kristófer inn í fyrirtækið. Eftir að hafa rekið fiskbúðina í 8 ár opnuðu þeir veitingastaðinn Gallerý Fisk, árið 2002, í sama húsnæði að Nethyl 2.

En nú eftir 10 ára rekstur verður brotið blað í sögu veitingahússins. Í fyrsta sinn verður gestum boðið upp á kjöt og þá skreyta matseðilinn hamborgari, kjúklingasalat og lærleggur af íslensku lambi.

Unnendur fiskrétta þurfa þó ekki að örvænta því fiskur og fiskmeti verða ætíð í öndvegi meðan þeir feðgar ráða för.

Hér getur þú sent okkur fyrirspurnir, og við svörum þér: galleryfiskur@galleryfiskur.is