Gallerý Fiskur bíður upp á veisluþjónustu fyrir þá sem vilja halda veislu úti í bæ, hvort sem hún er lítil eða stór.

Veisluþjónustan er auðveld og hagstæð leið fyrir fólk sem vill bjóða gestum sínum og sér sjálfum upp á úrvals mat án þess að hafa alltof mikið fyrir því.

Gallerý Fiskur bíður einnig upp á óvenjulega súpuþjónustu. Viðskiptavinurinn kemur þá með sinn eigin pott að heiman og fær í hann gómsæta súpu.